Snow Commotion froðubyssa

Lýsing

 

Alveg síðan Snow (one-hit wonder hvíti rapparinn) fann upp á Snow Foam, hafa fagmenn verið vitlausir í þykku, hvítu froðu dásemdina.

Núna þarftu ekki að vera sérfræðingur til að fatta að snjófroða án alvöru froðubyssu er eins og að keppa í Tour de France á þríhjóli.

“Froðubyssan” innan gæsalappa, sem kom með háþrýstidælunni, eða sú sem þú fékkst í garðdeildinni í byggingavöruversluninni sem þú pumpar handvirkt, er ekki að skila besta dagsverkinu.

Og með því erum við að meina “frussar út vatnsblandaðri froðu sama hvernig froðusápu þú ert með”.

Allt þetta gæti breyst ef þú fjárfestir í almennilegri froðubyssu, eins og þessari.

Verandi almennileg froðubyssa, þá er Snow Commotion úr kopar, með 1 líters flösku og stillanlegri blöndu og þrýsting.

Hentu henni á almennilega háþrýstidælu, og útkoman ætti að vera þykk, raksápuleg froða – að því gefnu að þú sért með rétta froðusápu (Apple iFoam) og réttar byssustillingar.

Standard byssan kemur án tengja, frábært fyrir þann sem er að skipta út gamalli froðubyssu og á nú þegar tengin á dæluna (plast eða kopar tengin sem festast á milli dælunnar og byssunar)

Ef þú ert að kaupa þína fyrstu froðubyssu, þá þarftu réttu breytistykkin, þannig að keyptu sett sérstaklega fyrir þína háþrýstidælu: Karcher K-series t.d.

Einhver samsetning er nauðsynleg en við látum PTFE teip fylgja og leiðbeiningar með settum sem innihalda breytistykki. Allt sem þú þarft er 16 mm lykill og mögulega skiptilykill til að herða.

Tæknilegar upplýsingar: Inntak er G1/4” kvenkyns. Virkniþrýstingur: 120bar – 200bar (1740psi – 2900psi) Uppgefinn þrýstingur: 200 bar (2900 psi) Hámarks leyfilegur þrýstingur 220bar (3200psi). Hámarks flæði: 20 lítrar á mínútu (5,3 US gallon). Hámarks hitastig: 60 gráður C. Stærð flösku: 1 líter.