Pimo My Hide er barn Supernatural Leðurhreinsirinn og eins og oft er sagt að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni sem er svo sanna lega satt hér sem er ótríræður meistari í Auto Express prófunum. En hvað gerir hann svona góðan? Formúlan er byggð á vatns-grunni sem af varkárni en jafnframt krafti þrífur húðað leður, antík ‘anilín’ leður og vínil. Sápublandan og mildu hreinsiefnin fjarlægja vítt svið af óhreininindum, þar á meðal bláan gallabuxnalit (í flestum tilfellum) og jafnvel pennastrik. Allt án þess að þurfa slípiefni sem geta skemmt leðrið.
Þar að auki, skilur hann ekki eftir sig leifar á yfirborðinu, og þar af leiðandi kemur í veg fyrir að óhreinindi festist á leðrinu. Nútíma leður í nútíma bílum er í nánast öllum tilvikum með lokað leður eða leðurlíki. Það þýðir að leðrið dregur ekkert í sig, og þess vegna þýðir ekkert að nota “leðurnæringu” sem þú myndir nota á sófasettið þitt. Venjuleg “leðurnæring” liggur ofan á yfirborðinu á lokuðu leðri, dregur í sig óhreinindi sem nuddast svo ofan í leðrið og skemma það. Supernatural Leðurhreinsirinn hreinsar einfaldlega leðrið, og svo verndar maður leðrið með þurrvörn eins og Supernatural Leather Sealant.
Athugið að Supernatural Leðurhreinsirinn er mjög skilvirkur og skildi ekki vera notaður á skemmt eða viðkvæmt leður. Við mælum alltaf með að að prófa hreinsinn á lítið áberandi stað fyrst. Notist með litföstum klút eða sérstökum leðurbursta.