VEGNA ANNA OG EFTIRSPURNAR TÖKUM VIÐ EKKI VIÐ FLEIRI PÖNTUNUM FYRR EN 6.JANÚAR

Born Slippy Clay Lube 500 ml (sílíkonfrír)

Description

 

Af því að fólk notar mikið af sleipiefni þegar það leirar, þá vinnur það að fingrum fram. Það grípur ‘quick detail’ sprey, bílasápublöndu, barnaolíu… jafnvel uppþvottalög sem fannst einhversstaðar djúpt inn í vaskaskáp (já, það hefur gerst!) Allt gengur. Eða hvað?

Sumar af þessum vörum geta látið leirinn brotna niður og þorna vegna hreinsiefnana sem eru í þessum vörum. Þau gætu innihaldið sílíkon sem getur dregið sig í leirinn og hindrað virkni hans. Og stundum þá virka þessi efni alls ekki vel.

Já, vatn virkar stundum fínt fyrir suman leir, en ef leirinn verður skítugur, hvað er þá að smyrja þessar litlu öragnir í leirnum? Vatn mun aldrei vera jafn gott og sérstakt leir sleipiefni.

Ímyndaðu þér að vara yrði hönnuð sérstaklega með þetta í huga. Leir sleipiefni sem mundi ekki bara smyrja leirinn til að minnka líkur á skemmdum, heldur einnig aðstoða hreinsunina… Það yrði frábært er það ekki?

Bænum þínum hefur hér með verið svarað, með Born Slippy. Það er sérstakt leir sleipiefni, stútfullt af hreinsiefnum, frábærri lykt og nóg af smurningu. Margir af fremstu detailerum heims kjósa Born Slippy sem sitt sleipiefni.