Lime Prime – pre-wax lakkhreinsir

Lýsing

 

Áður en þú notar vax eða lakkvörn, þá gætirðu viljað undirbúa lakkið… pre-wax lakkhreinsar ná óhreinindum og vatnsblettum sem urðu eftir á lakkinu eftir þvott, taka burtu oxun og léttar örrispur (sérstaklega ef mössunarvél er notuð) og bætir einnig gljáann á bílnum með “glaze” olíum.

Lime Prime er þannig lakkhreinsir, og með þeim bestu eftir að hafa unnið “Detailing World Polish Product of the Year” þegar hann kom á markað árið 2010. Ótrúlega auðvelt að vinna hann, bæði í höndunum og með mössunarvél. Hann notar fín hverfandi mössunarefni sem pússa lakkið lítillega án þess að hafa slæm áhrif á nýlegar glærur. Lyktar af límónum, sem er frábært ef þú fílar límónur.

Að lokum, ef þú vilt hámarka útlitið af vaxi eða lakkvörn, þá er umferð af Lime Prime fullkomin. En ef þú vilt hámarka endingartímann af vaxi eða lakkvörn, notaðu hreinsiefni með leysiefnum eins og Clearly Menthol, því þá nær bónið enn betri festu við lakkið. Þú þarft einnig að nota þannig efni ef þú ert að setja keramíkhúð á bílinn, þar sem það þarf að ná festu við bert lakk.

Athugið að ef þú ert að vinna með bíl með mjúka japanska glæru eða klassískt eins þátta lakk án glæru, þá mælum við með Basics Prep Polish eða Supernatural Micro Prime í staðinn. Þau eru með ultra-fínum mössunarefnum, en Lime Prime hefur aðeins stærri öragnir og bítur þar með með aðeins ákveðnari hætti.