Fozzie Hair þvottahanski

 

Hefur þig einhverntímann langað í hagkvæmnina frá Captain Canoodle hanskanum en með djúpu þræðina úr náttúrulegum hanska? Nú er það hægt – því Fozzie Hair þvottahanskinn er hér.

Þegar fólk hefur notað Yeti’s Fist áður, hafa sumir sagt hversu þungur hann getur verið fullur af vatni og þeim líður eins og í líkamsrækt við að þrífa bílinn. Fozzie er ekki með þetta vandamál, þar sem hann er léttur míkrófíber hanski með djúpum þráðum, en getur samt haldið góðu magni af vatni og rennur vel eftir lakkinu á bílnum.

Fozzie þarf lítið viðhald, svo í staðinn fyrir að strjúka og greiða hanskanum fyrir háttinn, eða að gefa honum að borða eftir miðnætti, þá geturðu bara þvegið bílinn og hent svo hanskanum í þvottavélina með þurrkhandklæðinu og tuskunum. Frábær hanski fyrir detailerinn sem getur ekki ákveðið sig hvort hann vilji náttúrulegan eða gerviefna þvottahanska.

Kemur með stórri ‘one size fits all’ hvitri teygju með Dodo Juice merkinu ísaumuðu.