Diamond White 30 ml – hart vax fyrir ljósa liti

Lýsing

 

Sum bónin eru án litaðra olía, því ef þú ert með hvítan eða silfurlitaðan bíl, þá viltu ekki neitt sem dekkir lakkið.

Diamond White er þar af leiðandi hreint hart vax, með smá kókosolíu, möndluolíu og hvítt býfluguvax með helling af carnauba. Það lyktar einnig sérlega vel, en erfitt að greina hvernig. Það er einhverskonar sæt, en samt eins konar spæsí. “Hvítur lakkrís” er það sem við komumst næst með.

Gæjarnir á rannsóknarstofunni sögðu “Vanilla”, en okkur finnst “Hvítur lakkrís” hljóma betur.

Önnur umferð æskileg á 2-3 mánaða fresti.

Hart vax vs mjúkt vax – Hvort er fyrir þig? Þrátt fyrir að flest bónin okkar hafi staðlaða áferð, þá eru sum bónin harðari eða mýkri en vanalega. Mjúk vöx er einfaldara að bera á með lófanum eða puttunum. Hörð vöx eru oftast fljótari að þorna á bílnum og dollan endist yfirleitt betur, því það er ólíklegra að maður beri of mikið á. Bæði mjúk og hörð vöx innihalda svipað magn af carnauba og býfluguvaxi og virka álíka vel. Þetta ræðst yfirleitt á persónulegri skoðun – það er engin rétt eða röng vax áferð, bara hvort þú fílar betur.